Existing Member?

Kenya here I come

Dr. Sædís

KENYA | Monday, 22 September 2008 | Views [509] | Comments [3]

Vá hvað það var gaman í gær. Ég fór í síðasta skipti með heilsugæslunni. Kom eiginlega mjög á óvart, Mercy og Pauline hringdu á undan sér og eiginlega skipuðu Shanni að lofa mér að fara og það tókst.

Við fórum til Naibor sem er rétt um 30 mín akstur héðan. Stöðin var sett upp á sama stað og síðast. Þegar við vorum rétt að verða búin að setja upp borðin og tjaldið var komið niður, kemur hani hlaupandi í gegnum hliðið og beina leið að tjaldinu, fyrsti skjólstæðingur dagsins.

Þetta varð svo ennþá fyndnara þegar að tjaldið var komið upp að hæna ein hleypur beint að tjaldinu og ætlar sér inn. En inn fór hún nú ekki.                   

Þegar þessi skemmtun var búin fóru nú sjúklingarnir að streyma að. Það var greinilega einhver hálsbólgupesti og lungabólgupesti að ganga, því flestir voru að kvarta yfir því. Þar sem ég er orðin afskaplega dugleg að pakka lyfjunum, þá fylgdist ég alltaf með þegar sjúklingarnir voru að lýsa einkennunum, og það með þessum líka skemmtilegu tilþryfum. Eftir að nokkrir sjúklinganna voru búnir að lýsa sínum einkennum, allir með sömu tilþryfin, þá fór ég einfaldlega að týna strax töflurnar í poka án þess að spyrja kóng eða prest hvort ég væri að gera rétt. Sem betur fer var þetta alltaf rétt.  Við höfðum mikið gaman af því þegar fólkið vildi fá að tala við lækninn en ekki hjúkrunarfræðinginn. En sá skemmtilegi miskilningur komst á kreik að það væri hvítur læknir í bænum. Ekki margir aðrar hvítar manneskjur í þessum bæ skal ég segja ykkur.

Eftir að margar margar manneskjur voru búinar að koma og segja að sér væri ill í hálsinum, haltrara allt í einu ungur strákur til okkar. Hann hafði verið að höggva eldivið, en hitti ekki í tréið og hjó sig í fótinn og tók ansi stórt stykki úr fætinum. Í fyrsta sinn sá ég veikleika hjá Pauline, hún kunni ekki að búa um sár, yfirleitt eru sárin bara látin vera opin og fólkinu gefið petadine til að hreinsa. En það var eiginlega ekki hægt að hafa þetta sár opið, því fékk ég að leika mér aðeins með umbúðirnar og búa um sárið.                                                                              

Við settum líka upp smá leikþátt þar sem ég á að hafa verið að útskýra fyrir einum sjúklingnum hvernig hún eigi að taka inn töflurnar. Þar sem ég kann ekki meiri í svahíli en að heilsa og spyrja til nafns þá var þetta ansi gaman. Greyið hló bara að okkur og þóttist skilja hvað ég var að segja, enda fékk hún eina sprautu í upphandlegginn í staðinn frá mér.

 

                                                                        

Það virðist líka vera í hverjum bæ séu fyllibyttur eða eiturlyfjaneytendur. Það byrtist allavegna einn á svæðinu og lét hann öllum illum látum. Það eina sem ég skildi var mzungu (hvít manneskja).  Þessi dagur tók enda eins og allir. Það eru allir boðnirog búnir til að hjálpa okkur að pakka saman. Í þetta sinn var fólkið bara aðeins of fljótt á sér. Við vorum ekki einu sinni búin að sjá alla þá sem komu þegar mennirnir voru byrjaðir að týna af borðunum, endaði það með því að ég stoppaði þá, því þeir vildu sko pakka lyfjunum og það er ekki vel séð. Í öllum þessum látum týndist hatturinn minn, nú eru góð ráð dýr, hér er ekki gott að vera höfuðfatslaus um miðjan daginn og ég hef engann hatt lengur. Ætli ég ræni ekki bara einum af höttunum hennar Shanni.

Besta að hætta þessu bulli og fara að gera eitthvað.

Sjáumst fljótlega

Sædís

Comments

1

Hæ Gamla.

Fá ljónin þá ekkert íslenskt kjöt að borða;) too bad!!!!!!! Ætlar þú að koma með eitthvað af vörum til að selja hérna heima. Gæti verið tilvaldar jólagjafir. Spáðu í það!
Kveðja úr rokinu og rigningunni í Reykjavík
Dísa

  Disa Sep 23, 2008 1:03 AM

2

Kiss kiss :o*
Ohhh hvað mig er farið að hlakka til að fá þig heim, er dagsetningin komin eða ...? Ertu líka búin að fá inn í einhverja safari ferð ? Hlakka til að lesa meira & ennmeira að sjá þig :o*
P.s. takk kærlega fyrir kallinn, honum fannst þetta æðisleg afmælisgjöf :o)
Bestu kveðjur af klakanum
Dagga, Jói, Margrét Birta, Elín Alma & Jón Páll

  Dagbjört Pálsdóttir Sep 23, 2008 7:42 PM

3

Það er nú gott að þú skemmti þér nú eitthvað síðustu dagana, en ég vona þín vegna að þú gætir farið í einhverja skemmtilega ferð áður en þú kemur heim. En hvað kom til að þú fékkst að koma nálægt töflunum. En það er tími til komin að þú kæmir heim...... Bæó.

  Eygló Logadóttir Sep 24, 2008 7:44 PM

About saedis


Follow Me

Where I've been

Photo Galleries

My trip journals



 

 

Travel Answers about Kenya

Do you have a travel question? Ask other World Nomads.