Er á leiðinni heim
KENYA | Monday, 29 September 2008 | Views [438] | Comments [2]
Þá eru bara nokkrir klukkutímar þangað til ég legg í hann heim. Ég trúi því varla að ég sé að koma heim, ég var að velta því fyrir mér í dag hvort ég hafi verið of fljót á mér að ákveða að koma fyrr heim, en ég held ég sé samt sátt við þessa ákvörðun mína. Það hefur verið ansi mikið að gera síðust fjóra dagana eða svo, klára þau verkefni sem ég átti eftir og það tókst, ég var búin að öllu á miðvikudaginn, þá var að hjálpa til við að laga allt dótið sem þarf í sambandi við kælinn, ég hef samt ekki verið að gera mikið annað en að sitja og horfa á og mála. Ótrúlegt en satt þá tókst mér á einhvern óskiljanlegan hátt að mála mig ekki, heldur bara kassana sem ég átti að mála. Ég sé heldur ekki eftir því að sleppa safariferðinni. Síðustu tvo daga hefur mér verið boðið að fara í stuttar safariferðir og þar hef ég séð fullt af dýrum, reyndar engin ljón, en ég veit að þau eru hérna í nágreninu því ég heyri í þeim á hverjum kvöldi. Þau koma reyndar ekki nærri mínum kofa, heldur halda sig hinum megin við girðinguna. Í fyrradag þá fór ég í smá safariferð og þá rákumst við á hóp af fílum sem voru að koma úr baði (ef svo má segja), það var líka einn alveg nýfæddur (kannski 3-4 daga gamall) kálfur. Greyið átti í mestum vandræðum með að komast upp úr ánni, en mamma hans reyndi allt hvað hún gat til að koma honum upp, þegar við fórum þá var þau mæðgin enn að basla við að komast upp á árbakkann. Í morgun var farið að skoða flóðhestana. Þeir eru ótrúlega snöggir miðað við stærð og líkamsvöxt, okkur var ráðlagt að hafa hurðarnar á bílnum opnar, bara svona til öryggis ef að þeim dytti í hug að skreppa úr baðinu og fá sér eitthvað að narta í, þá er mannakjöt ekki sem verst. Þegar við mættum á svæðið voru þeir í sólbaði, en ákváðu svo að skella sér til sunds, bara svona til að við sæum þá nú ekki alveg, bara nefið, augun og eyrun. Framundan er svo mikil keyrsla, á morgun fer ég til Limuru og mun eyða hálfri nóttinni þar, því ég verð að vera komin á flugvöllin í Nairobi um 6 á þriðjudagsmorgun (þá er kl 3 að íslenskum tíma), fer í loftið um 9:30 á að lenda í London um 16:30 og vonanadi næ ég til Stansted fyrir 19. Annars verð ég að gista eina nótt á hóteli áður en ég kem heim. Ég á reyndar ekki bókað flug fyrr en á miðvikudaginn heim, en ef ég næ á Stansted þá vona ég að ég geti breytt fluginu svo ég komist nú heim á þriðjudaginn. Ætli það sé ekki best að reyna að pakka einhverju af þessu dóti niður. Hlakka til að sjá ykkur. Sædís
Where I've been
Photo Galleries
My trip journals
Travel Answers about Kenya
Do you have a travel question? Ask other World Nomads.