Existing Member?

Kenya here I come

Þá er það ákveðið

KENYA | Saturday, 20 September 2008 | Views [549] | Comments [5]

Það hefur svo sem ekki mikið gerst hérna að undanförnu, reyndar rignt alveg heilan helling og ég komst svo að því að þakið lekur. Sem betur fer ekki í herberginu mínu, en nánast allsstaðar annarsstaðar. Það er nú hætt að rigna og hitinn er ótrúlegur. Í dag var t.d. bara um 36 gráður í forsælu.

Um daginn stíflaðist svo frárennslið frá sturtunni. Það var því náð í vinnumann til að laga það. Hann eyddi næstum því hálfum degi í að losa stífluna, sem reyndist svo vera froskur sem hafði skriðið inn í rörið og sat þar fastur, æ greytið. En hann var á lífi þrátt fyrir allar hrakningar.

Ég er svo á leiðinni heim um mánaðarmótin. Mér var tilkynnt að ég mundi ekki fara meira með heilsugæslunni, heldur væri hugsanlegt að ég færi norðun til Nomadic og hjálpaði til við bókhaldið á skrifstofunni þar. Nei takk. Þá ákvað ég að fara bara heim, þar sem ég er komin með nóg af tölvuvinnu. Ég ætla eingöngu að klára þau verkefni sem ég hef tekið að mér og svo er ég farin.

Planið er samt að reyna að fara í nokkra daga safari ferð áður en ég kem heim, en það er eitthvað erfitt að finna hóp. Það er reyndar hópur sem fer 10-12. Október, en þá vil ég vera komin heim. Núna bíð ég bara eftir svari frá einum skipuleggjanda safariferða um hvort að hann viti um einhvern hóp. Kemur vonandi í ljós á morgun.

Þó að ég sé að koma heim fyrr en áætlað var, þá er ég ekki að koma heim í einhverri fýlu, mig langar rosalega að geta hjálpað einhvernveginn til hérna.

Það var haldið námskeið fyrir starfsmenn heilsugæslunnar núna í vikunni og var ég á staðnum, því ég vildi klára verkefnin sem ég hef, og eitt af þeim var að fylla inn í eyður fyrir stuðningshópanna og þar af leiðandi þurfti ég að spjalla örlítið við stuðningfulltrúana. Þeir komu reyndar með ágætis hugmynd sem ég er að framkvæma. Þessir stuðningshópar eru yfirleitt samansettir af fólki sem er með HIV, karlar, konur og börn. Þau hafa ekki úr miklu að moða, en eru þó að reyna að afla sér tekna með því að búa til allskonar varning, s.s. hálfsfestar, armönd, diskamottur og belti svo eitthvað sé nefnt. Málið er að hérna í Kenýa er enginn markaður fyrir svona hluti og sitja hóparnir því eiginlega uppi með þetta.  Þá fór allt á fullt í höfðinu á mér. Á sumrin eru haldnir fullt af útimörkuðum, ætli ég gæti ekki fengið eitthvað af þessum varningi og reynt að selja þetta fyrir þau. Meira að segja datt mér í hug að samfélögin gætu gert eitthvað fyrir heilsugæsluna líka. Því bar ég þá hugmynd fyrir stuðningfulltrúana að ég mundi hækka verðið á mununum eitthvað aðeins og hækkunin mundi renna upp í kaup á bíl fyrir heilsugæsluna, þar sem annar bílinn er þegar hruninn og hinn er að niðurlotum komin. Þessi hugmynd sló þvílíkt í gegn.

Það er sko ekki allt búið enn. Rose er ein af framkvæmdarstjórum held ég að megi kalla hana, hún kom til mín í fyrradag og spurði hvort að það væri hægt að halda söfnun fyrir munaðarlaus börn svo þau kæmust í skóla. Ég var sem betur fer stödd í Nanyuki og þurfti ekki að fara langt til að komast á internet. Þegar skjárinn kom upp var einfaldlega pikkað inn www.abc.is , ég skirfaði nokkur vel valin orð um heilsugæsluna og hvað ég hef verið að gera og nú er boltinn komin af stað. Vonandi getur abc eitthvað hjálpað. Ég er búin að fá svar um að mín fyrirspurn hafi verið send til skrifstofunnar í Nairobi og núna er bara að bíða og sjá.

Á sunnudaginn þá fæ ég að hitta úlfaldana í fyrsta sinn. Það er að koma einhverjir sponserar til að sjá heilsugæsluna og er ætlunin að fara með þá og sýna þeim úlfaldastöðina, ég á að hjálpa til við að koma öllu í röð og reglu áður en þetta fólk kemur.

Á þriðjudaginn fer ég svo í prufuferð með kæli á úlfalda. Það er verið að þróa kæli til að geyma bóluefni í, það hefur eitthvað gengið brösulega því að þetta er mjög svo viðkvæmur kælir, þolir illa hristing og má helst ekkert ryk komast í hann ( og það á að setja hann á bak úlfalda). Dagurinn í dag fór því í að læra á þetta tryllitæki. Þetta er nú meira fratið, fyrst byrjaði kælirinn að hita sig upp úr öllu valdi og var komin upp í 25 gráður, þegar ég ákvað að reyna að stilla hitann aftur, þá fór allt á fullt og kælirinn frysti allt vatnið sem í honum var. Eftir mikið bras við að koma einhverju tauti við þennan frysti, ákvað ég því einfaldlega bara að slökkva á honum, en um leið og kveikt var á honum aftur fór allt á fullt aftur. Hálfur dagurinn fór því í að ergja sig yfir þessu ameríksa drasli, en svo komst ég að því að við lokuðum aldrei kælinum almennilega og því fór sem fór. Núna er bara verið að reyna koma einhverju tauti við tölvuforritið, en það vill ekki stilla hitamælana sem á að nota. Mig grunar reyndar að þeir séu batteríin séu tóm, en mér var tjáð að það væru engin batterí í mælunum, sem reyndist svo ekki vera rétt. Því ég opnaði mælanna og það fyrsta sem ég sá voru hvít batterí.

Æ, ég nenni þessu ekki lengur.

Bið að heilsa, læt ykkur vita þegar dagsetning er komin á heimferð. Vonandi ekki seinna en 6. Okt samt.

Bæ í bili

Sædís

Comments

1

Ohhhh leiðinlegt þín vegna að fá ekki að klára tímann þinn & hvað þá að fá ekki fleiri verkefni en tölvuverkefni hjá heilsugæslunni, sorglegt :o( En okkur hlakkar samt MEGA mikið til að fá þig heim & knúsa þig í bak & fyrir :o* Hlökkum til að fá svo endanlega dagsetningu :o) Ástar-og saknaðarkveðjur frá okkur öllum

  Dagbjört Pálsdóttir Sep 20, 2008 7:58 AM

2

Það er gott að fá þig heim áður en ég á afmæli. Þá getum við kannski farið að skemmta okkur á afmælinu mínu. Ef þú manst hvenær ég á afmæli. Sjáumst fljótlega.

  Eygló Logadóttir Sep 21, 2008 12:14 AM

3

Ha ha ha ha ha ha ha
19 okt er það ekki annars.

  saedis Sep 21, 2008 2:39 AM

4

Æi, ég skil þig samt mjög vel að vilja frekar fara heim en að sitja við tölvuskjá.... þú fórst nú út til að hjálpa (sem þú hefur gert rosalega vel:) gangi þér vel Sædís mín :) verður geggjað gaman að fá þig aftur heim :)
bestu kveðjur
Ásta og co

  Ásta Sep 21, 2008 7:37 AM

5

Hæ hæ vorum að velta fyrir okkur hvort þú værir búin að redda þessu með flugið, ef ekki láttu okkur þá vita, og eins með dagsetningu. Hérna er búið að vera hundleiðinlegt veður, mikið rok og miklar rigningar fyrir sunnan, en það á að fara að lægja eftir helgina. Allir biðja að heilsa héðan frá Dallas, við Yrja liggjum heima í pest, hausverkur, beinverkir og hiti og almennur vanlíðan, briðjum verkjatöflur eins og þær séu m&m. Kveðja allir fyrir norðan.

  HEIÐDÍS Sep 21, 2008 9:48 AM

About saedis


Follow Me

Where I've been

Photo Galleries

My trip journals



 

 

Travel Answers about Kenya

Do you have a travel question? Ask other World Nomads.