Existing Member?

Kenya here I come

Mér finnst rigningin góð......

KENYA | Saturday, 13 September 2008 | Views [537] | Comments [4]

Það er eitthvað frekar lítið að gerast þessa dagana hérna. Ég er reyndar búin að vera í Nanuyki í nokkra daga og gisti hjá Mercy. Mér finnst húsin hérna alltaf jafn fyndin. Þetta eru í raun ekki hús, heldur bara herbergi með allt of miklu dóti í. Ég ákvað að telja hvað það tæki mig mörg skref að labba frá í gegnum herbergið (húsið), heil 8 skref og þá var ég komin út hinummegin.

Það var svo sem ekkert merkilegt gert, reyndar langaði mig rosalega að skoða kaþólska sjúkrahúsið og einkarekna sjúkrahúsið sem ég gerði. Guð Minn Góður. Ég held ég geti fullyrt að svona aðstæður mundum við Íslendingar aldrei láta bjóða okkur. Á kaþólska sjúkrahúsinu eru allt upp í 8 sjúklingar í sama herbergi og allir sjúklingarnir deila með sér 2 klósettum og 1 sturtu. Á einkarekna sjúkrahúsinu var þetta samt örlítið skárra, þar eru þó ekki nema 2 - 5 í herbergi og ef maður er nógu ríkur getur maður fengið einkaherbergi. Yfirmaðurinn bauð mér meira að segja vinnu líka.

Hérna hefur rignt þessi líka ósköpin. Þegar rignir svona verða göturnar að þeim stærsta drullupolli sem ég hef séð og ef maður er svo óheppin að vera í bíl þegar rignir þá má maður sko alveg búast við að skauta ansi vel. Ég fékk sko að prófa það, ef ég hefði verið blind þá hefði ég alveg getað ýmindað mér að ég hefði verið komin heim og verið að keyra um á ís.

Skrifa aftur þegar eitthvað gerist hérna, en núna eru allir starfsmenn heilsugæslunnar að fara á námskeið, því verð ég bara að láta mér leiðast þangað til að námskeiðið er búið, ég held að það verði í næstu viku.

Bið að heilsa

Sædís

Comments

1

Ertu ekki til í að vera þarna bara það sem eftir er??? af hverjur þyggur þú bara ekki þessa vinnu. HIHIHI.
Mamma var að koma til mín, en við erum að fara í útskrift hjá Hannesi bróðir á morgun, við, pabbi og mamma.
Af hverju ferðu ekki bara að leika þér í pollunum í stað þess að láta þér leiðast. HIHIHI ein í smá stríðni stuði.
Þarna sérðu líka hvað það er gott að vera laus við allt þetta nammi og gos sem þú setur í þinn maga á hverjum degi. Spurning um að taka ekki þann sið upp aftur þegar þú kemur heim, þá þarftu ekki að fá þér aftur stærri föt. HIHIHIH
Mamma biður að heilsa.
Kveðja Svandís í stuði :-)

  Svandís Sep 13, 2008 9:21 AM

2

hæhæ gaman eins og alltaf að lesa bloggið þitt frábærar myndir kv aspar og beyki kv Gunna B

  Gunna Birgis Sep 14, 2008 8:51 PM

3

Hæ, er að skemmta mér í tölvutíma. Þykist ætla að læra margt og mikið. Og ég er ekki sú versta. Það er nú ekki mikið að ské núna hjá mér,ekki annað en að ég eða við (ég og Hákon Logi) erum að fara norður um helgina. Eggert ætlar nefnilega að fara vestur ásamt bróðir sínum til þess að fara að smala. Jæja. Skrifa þér seinna.

  Eygló Sep 15, 2008 7:25 PM

4

Söknum þín svo mikið :o( En það var nú skrítið að hafa þig ekki í öllum þessum afmælisveislum. Takk kærlega fyrir gjöfina mína, Margrétar Birtu & Jóa :o* Æðislegar allar þrjár :o) Skrifa betur síðar
Kveðja
Dagga

  Dagbjört Pálsdóttir Sep 15, 2008 7:37 PM

About saedis


Follow Me

Where I've been

Photo Galleries

My trip journals



 

 

Travel Answers about Kenya

Do you have a travel question? Ask other World Nomads.