Það er eitthvað frekar lítið að gerast þessa dagana hérna. Ég er reyndar búin að vera í Nanuyki í nokkra daga og gisti hjá Mercy. Mér finnst húsin hérna alltaf jafn fyndin. Þetta eru í raun ekki hús, heldur bara herbergi með allt of miklu dóti í. Ég ákvað að telja hvað það tæki mig mörg skref að labba frá í gegnum herbergið (húsið), heil 8 skref og þá var ég komin út hinummegin.
Það var svo sem ekkert merkilegt gert, reyndar langaði mig rosalega að skoða kaþólska sjúkrahúsið og einkarekna sjúkrahúsið sem ég gerði. Guð Minn Góður. Ég held ég geti fullyrt að svona aðstæður mundum við Íslendingar aldrei láta bjóða okkur. Á kaþólska sjúkrahúsinu eru allt upp í 8 sjúklingar í sama herbergi og allir sjúklingarnir deila með sér 2 klósettum og 1 sturtu. Á einkarekna sjúkrahúsinu var þetta samt örlítið skárra, þar eru þó ekki nema 2 - 5 í herbergi og ef maður er nógu ríkur getur maður fengið einkaherbergi. Yfirmaðurinn bauð mér meira að segja vinnu líka.
Hérna hefur rignt þessi líka ósköpin. Þegar rignir svona verða göturnar að þeim stærsta drullupolli sem ég hef séð og ef maður er svo óheppin að vera í bíl þegar rignir þá má maður sko alveg búast við að skauta ansi vel. Ég fékk sko að prófa það, ef ég hefði verið blind þá hefði ég alveg getað ýmindað mér að ég hefði verið komin heim og verið að keyra um á ís.
Skrifa aftur þegar eitthvað gerist hérna, en núna eru allir starfsmenn heilsugæslunnar að fara á námskeið, því verð ég bara að láta mér leiðast þangað til að námskeiðið er búið, ég held að það verði í næstu viku.
Bið að heilsa
Sædís