Existing Member?

Kenya here I come

Vakin upp fyrir allar aldir

KENYA | Saturday, 6 September 2008 | Views [558] | Comments [5]

Þeir sem mig þekkja vita sennilega að ég er ekki sú morgunhressasta manneskja sem til er. Nei, það er sko langt í frá. En unandfarna viku hefur haninn hérna verið á einhverju flippi. Vanalega byrjar hann að gala upp úr 6 á morgnanna en upp á síðkastið hefur vekjaraklukkan hans eitthvað verið að flýta sér og hefur hann byrjað að gala og góla um 4:30 takk kærlega. Það er verst að mér er alveg jafn illa við þessa hana og hanana sem eru í hæsnahúsinu sem pabbi er að vinna og þeim virðist vera alveg jafn illa við mig, því annars væri ég búin að snúa hann úr hálsliðnum.

Á miðvikudaginn þá gerði ég heiðarlega tilraun til að finna mér einhver föt hérna, vegna öðruvísis mataræðis hefur skrokkurinn aðeins minnkað og mín föt aðeins stækkað (virðist vera). Fór með vinnufólkinu hérna á "markaðinn", en þar eru seld bæði ný og notuð föt, sum af notuðu fötunum hafa hæglega getað verið mín fyrir einhverjum árum síðan. Mest af fötunum var þó fyrir ungabörn og lítið úrval af buxum á fullorðna, þannig að ekkert varð úr því að ég fyndi mér föt. Þá ákvað ég að leita mér að sandölum, jú, nóg úrval af þeim, ef bara ég notaði skó númer 40. Kom tómhennt heim eftir þennan dag. Ég fékk þá flugu í hausinn að breyta þá bara fluginu mínu heim til London um 2 daga og versla mér föt þar. Það er enn í skoðun, því ég veit ekki enn hvað það kostar mig að breyta fluginu.

Það hefur svo sem ekki verið mikið að gera. Það komu reyndar fólk frá Ameríku hingað á fimmtudaginn, einhver miskilningur varð og fóru þau bara á clinicina án þess að koma hérna við og ná í mig. Svo var haldinn þessi fína matarveisla með kjúklingi og alles. Allt fór vel og leist þeim vel á þetta verkefni.

Seinna um daginn fengum við svo fréttir af því að bílinn í Nomadic clinic hafði bilað, réttara sagt, vélin hrundi og bílinn ónýtur. Það varður því að loka þessari stöð þar til að nýr bíll fæst og það getur sko tekið tímana tvenna. Þeir sem höfðu lofað að sponsera nýjan bíl ef til þess kæmi, ákváðu að bakka út þegar hringt var til þeirra og þá voru góð ráð dýr. Enginn vildi hjálpa til við að sponser nýjan bíl. Svo í gær fengum við þær fréttir að samtök sem kalla sig Global fund (minnir mig) ætli að hjálpa til við kaup á bíl.

Í dag ætla ég mér þó bara að liggja í leti og gera afskapleg lítið, kannski reyna að læra eitthvað í svahíli, en það hefur alveg farið fyrir ofan garð og neðan, þar sem lítill tími hefur gefist til að líta í þessa kennslubók sem ég keypti mér.

Svona í lokin þá langar mig að senda afmæliskveðjur heim. Það vill svo skemmtilega til að September er mánuður sem fullt af fólki á afmæli. 4. sept átti Hanna Sigga afmæli, í gær 5. sept átti Hákon Logi svo 1.árs afmæli og í dag á Margrét Birta 8 ára afmlæi og langar mig að óska þeim hjartanlega til hamingju með afmælin. Til að bæta við þá á litla ruslan mín hún Anna Lilja afmæli 8. sept og verður 5 ára.

Bið að heilsa í bili

Sædís

Comments

1

Blessuð Sædís mín :) Alltaf stuð á þér.... hvað segiru ertu að horast niður.... kannski maður panti sér flug til Kenyja til að leggja af :) af einhverjum ástæðum fara þessi kg sem þú missir beint á mig :/ en nóg um það :) Hafðu það gott krúttmonsa :)
p.s verður mín farin að borða kjúlla eftir dvölina :) híhí
bestu kveðjur
Ásta og co

  Ásta Sep 7, 2008 9:05 AM

2

Mikið er að þú getur farið að borða almennilegan mat. Þá verður hægt að bjóða þér í mat þegar þú kemur heim aftur. HIHIHIHI.
Anna Lilja var með smá kaffiveislu áðan, það var allt í einu fullt af fólki hérna svo það var skellt í vöfflur og svo hitaðar dúllukökur sem hún bakaði hjá með ömmu sinni fyrir norðan.
Bið að heilsa. Svandís

  Svandís Sep 8, 2008 3:52 AM

3

Hæ, kerling. Takk fyrir kveðjuna. En afmælisbarnið fékk bara hita á laugardaginn þegar veislan var haldin í sumarbústaðnum um helgina. þannig að í staðinn fyrir að vera flott klæddur var hann bara á samfellu og buxum. Annars komu mamma og Hanna og Logi litli suður í afmælið og þau biðja að heilsa þér. Afmælið heppnaðist voða vel, en Hákon pabbi hans Eggert gisti líka í bústaðnum. Núna er ég að byrja í tölvunámskeiði til þess að geta byrjað í skóla, kannski eftir áramót og gert eitthvað annað en bara verið á netinu. Jæja kennarinn er kominn. Bæ.

  Eygló Sep 8, 2008 9:01 PM

4

Nú er hani líka hjá þér sem getur galað. Var í berjamó í dag með Gygju og Rakel systir hennar og það er nóg eftir. Geri tilraun til að senda þetta . Kveðja Mamma.

  Mamma Sep 10, 2008 8:53 AM

5

Sælar vona að þú hafir þetta af eru ekki til nál og tvinni þarna. En hérna eru réttir að byrja heimasmalamennska um helgina og réttir á miðvikudag ef þig langar að koma. Ha ha kv Elva

  elva Sep 11, 2008 7:27 AM

About saedis


Follow Me

Where I've been

Photo Galleries

My trip journals



 

 

Travel Answers about Kenya

Do you have a travel question? Ask other World Nomads.