Existing Member?

Kenya here I come

Boðfelnna í brúðkaupi

KENYA | Monday, 25 August 2008 | Views [609] | Comments [7]

Á föstudaginn þá fór ég með heilsugæslunni í fyrsta sinn. Það eru alltaf 3-4 sem fara í hvert skipti og í þetta skipti vorum við 4. Pauline sem er hjúkrunarfræðingur, Mercy er félagsráðgjafi og John sem er bílstjórinn okkar.

Fyrst lá leið okkar til Lmotiok, ég get nú ekki hrósað vegunum hérna mikið, þetta eru meira bara tilviljuna kenndar slóðir (að mér finnst). Það er heldur ekki mikið um brýr á þessari leið og því þurftum við að fara yfir á eina, sem betur fer ekki mjög straumharða, en þegar komið var úr ánni tók við þessi líka fína brekka. Dekkin blaut og ekkert grip, við máttum bíða þar til dekkin þornuðu til að komast upp. Upp komumst við þó að lokum og ekki tók þá neitt betra við. Það rignir nú ekki mikið á þessu svæði og því hafði, í síðustu rigningu, vegurinn grafist svo til í sundur. John ákvað að reyna að fara yfir, en þá vildi svo skemmtilega til að við sátum föst. Já, framhjólin náðu ekki niður og þarna sátum við í allnokkra stund á meðan var verið að hugsa hvernig hægt væri að losa bílinn. Það uppgötvaðist svo á endanum að við vorum á fjórhjóladrifnum bíl og við John gat á einhvern hátt losað okkur.

Þegar við náðum til Lmotiok, þá komumst við að því að það hafði orðið einhver miskilningur með dagsetninguna og fólkið þarna í kring hélt að við ættum ekki að koma fyrr en á sunnudaginn. Því var bara haldið áfram. Við fengum fréttir um að það hafði verið að umskera unga stelpu deginum áður og var því ákveðið að athuga hvernig henni liði. Það fengust nú ekki mikil svör frá henni, þar sem þær mega helst ekki kvarta.

Því næst lá leiðin til Ewaso, þar var skellt upp tjöldum og þetta var okkar áfangastaður. Svo var náttúrlega skellt sér í bæinn, en húsinn í bænum er hægt að telja á báðum höndum, þau eru nákvæmlega 10. Það gerðist nefninlega svolítið skemmtilegt næst. Pauline komst að því að það væri brúðkaup um kvöldið. Var því ákveðið að gerast boðflennur og vona það besta. Og það besta gerðist. Yfirleitt þegar mzungu (hvítur maður) er viðstaddur svona athöfn þá þarf hann að borga alveg helling fyrir, en þar sem heilsugæslan er svo vel metin á þessum stað þá fékk ég að horfa á allt þetta frítt og meira að segja fara inn í þorpið og labba um og kíkja inn í húsin, en það er eitthvað sem að gerist eiginlega aldrei. Ég var samt ekki eini mzungu þarna, heldur höfðu 4 ítalir keypt sig inn á brúðkaupið, en þeir máttu bara vera á einhverjum einum stað. Þvílík snilld, við vorum reyndar ekki þegar sjálf athöfnin fór fram, heldur fórum við aðallega til að horfa á dansana og skoða varninginn sem var til sölu, ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég hef verið virkilega fúl að hafa ekki tekið með mér neinn pening. Bara svona til að segja ykkur þetta þá var brúðguminn eitthvað í kringum 50 ára en brúðurinn var á 14. ári. Svona er þetta hérna.

Það reyndist svo eitthvað lítið vera að gera á heilsugæslunni þessa dagana, enda eru miklir þurrkar hérna og fólkið hefur mest allt flutt sig þar sem að regnið lætur sjá sig.

Ég á svo frí á morgun en á þriðjudaginn fer ég í 6 daga með heilsugæslunni. Ég læt heyra í mér þegar ég kem til baka aftur.

Bless í bili

Sædís

Comments

1

Blessuð gamla mín,,, úú stuð á minni að vera brúðkaupi:) fannst reyndar frekar ógeðfellt aldursmunurinn á milli brúðarhjónanna, en eins og þú sagðir þá er þetta víst svona í þessum löndum:/ mér fannst reyndar enn viðbjóðslegra umskurðurinn á stelpunni, var eiginlega miður mín að lesa það:( Dáist að þér fyrir að fara á svona framandi slóðir og sjá allt aðra menningu ;o) Veit að ég gæti það ekki:) en hafðu það rosalega gott, hlakka til að heyra meira frá þér:)
p.s Takk fyrir póstkortið:) geggjað, bara 9daga á leiðinni til Íslands frá KENYA:) hélt að ég fengi það ári eftir að þú kæmir heim:) segi svona....
Bestu kveðjur
Ásta, Kári og Íris Hrönn ;)

  Ásta Aug 25, 2008 8:39 AM

2

gaman að lesa frá þér, þetta hlýtur að vera voðalega gaman. dáist að þér að hafa drifið þig. gangi þér vel með allt, allir hressir á aspar og beyki kv Gunna

  Gunna Birgis Aug 25, 2008 8:57 PM

3

Gaman að sjá að þú ert enþá á lífi og ekki farin að lenda í neinum slysum enþá. Haltu því bara þannig.
Við kláruðum að mestu að flytja um helgina nú er eiginlega bara eftir að fara og þrífa og klára það sem eftir var að gera á Faxabrautinni og tæma bílskúrinn. Heyrumst síðar hlakka til að lesa meira. Kveðja Stóra systir.

  Svandís Aug 26, 2008 2:12 AM

4

Ohhh maður fær bara gæsahúð á að lesa þetta með umskurðinn :o/ Greinilega nóg að gera hjá þér & mikið að sjá & skoða, brúðkaup & alles :o) Stelpunum fannst æðislegt að lesa póstkortið frá þér, sérstaklega þar sem þú sagðir að þú svæfir lítið vegna andsk... sebrahestanna, þeim fannst það bara fyndið :o) Hlökkum til að lesa meira um ævintýri þín þarna úti í stóra heimi :o) Erum ofboðslega stolt af þér & söknum þín hræðilega mikið :o***
Ástarkveðjur af fróni
Dagga, Jói & krakkarnir

  Dagga Aug 26, 2008 9:16 AM

5

sko bara allt að gerast og enginn tími til að láta sér leiðast....
umskurður kvenna er það viðbjóðslegasta sem ég heyri um, og ekki finnst mér það mikið skárra að heyra um umskurði á litlum drengjum heldur, þó vissulega sé það ekki eins mikil skemmd á líffæri, (það eru um 80% drengja í bandaríkjunum umskornir-og við sátum um okkar litla á fæðingadeildinni til að vera viss um að engin "mistök" fengju að eiga sér stað með hans litla "vin")!!
gott að þú ert svona dugleg að skrifa okkur og segja frá því sem er að gerast.....svo gaman að fylgjast með.
segi það samt enn og aftur, FARÐU VARLEGA í þessum skrítna menningarheimi!

  Stella Aug 26, 2008 9:02 PM

6

Sæl Sædís mín.
Mikið er nú skemmtileg þessi tækni að geta fylgst með þér svona langt í burtu og minnt þig á prestsembættið á Raufarhöfn. Það verður örugglega laust þegar þú sækir um.
Þú hefur stórskemmtilega frásagnargáfu og ég fékk alveg fullt af hugmyndum þegar ég las um brúðkaupið. Þar sem brúðkaup á Íslandi eru yfirleitt svo dýr þá er auðvitað bráðsmellið að selja inn. Svo er hægt að vera með kompusölu í leiðinni til að hagnast enn betur. Nema menn vilji bara selja gjafirnar. Þú hefur þetta í huga þegar þinn tími kemur.

Annars er ég alveg sammála þeim sem hafa tjáð sig hér um umskurnina. Þetta er skelfilegt og fjöldi stúlkna hafa látist vegna sýkinga og sóðaskaps auk þess sálarlega tjóns sem þær bera fyrir lífstíð og erfileika við barnsburð.

En á Íslandi er best að vera, flestir hressir enda ekki annað hægt; annað sætið á Ólympíuleikunum og Hlíð 46 ára í dag :-D (Þú missir af rjómatertu með kaffinu).

Efri hæðin biður að heilsa. Dögg

  Dögg Harðar Aug 29, 2008 9:52 PM

7

hæhæ gamla! vá ertu komin til Kenýja! rosalega ertu dugleg :) farðu varlega, sjáumst við tækifæri á klakanum ;) kv Sísí

  Sísí Aug 31, 2008 8:05 AM

About saedis


Follow Me

Where I've been

Photo Galleries

My trip journals



 

 

Travel Answers about Kenya

Do you have a travel question? Ask other World Nomads.