Existing Member?

Kenya here I come

Mkate na mkate na kitu kati kati

KENYA | Tuesday, 19 August 2008 | Views [538] | Comments [11]

Já alltaf er maður að læra eitthvað nýtt. Þessi skemmtilega setning þýðir einfaldlega; mig langar í samloku.

Ég ætlaði að vera löngu búin að skrifa heima, en það er alltaf eitthvað sem kemur uppá.  Þar sem ég get ekki skrifað á íslensku í tölvunum í bænum, þá er hef ég ætlað mér að vera rosalega sniðug og vera búin að undirbúa það sem ég ætla að senda heim áður en ég fer. En þá lesa tölvurnar ekki usb lykilinn því hefur farið svona. Í gær var ég reyndar í Nanyuki og ætlaði að senda heim nokkrar myndir en þá þurfti rafmagnið endilega að fara af og kom ekki aftur á fyrr en rétt um 7 leytið og þá var ég að fara heim.

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki átt auðvelda fyrstu vikuna, mér hefur leiðst alveg hrikalega, þar sem ég hef ekkert annað haft að gera en að horfa á einhverjar tölur á blaði og pikka þær inn í tölvu. Hef því oft verið að pæla að hringja í flugfélagið og bóka næsta flug heim aftur.

Það hafa sem betur fer ekki allir dagarnir verið svona hrikalegir. Mig minnir að á fimmtudaginn þá fór ég með John (pabbanum á bænum) í Mpala range, það var verið að skipta um vinnufólk og því var farið í þessa ferð. Þetta var alveg heljarinnar ævintýri. Ég sá alveg helling af afrískum dýrum. Það kom mér eiginlega á óvart hvað það var erfitt að koma auga á þau, því ekki eru þessi dýr beint lítil. Einu dýrin sem auðvelt var að sjá voru gíraffarnir, því hausinn á þeim stóð yfirleitt langt fyrir ofan tréin.

Einhvernveginn hef ég alltaf haldið að fílar væru þessar rólegustu skeppnur, en það er sko langt í frá. Á leiðinni heim þá er ég náttúrulega að smella af nokkrum myndum af þessum dýrum, og hvað haldiði? Það stendur þessi líka svakalega stóri (að mér fannst) fíll á miðjum veginum. Nú auðvitað tók ég myndir af honum, en þessi fíll var sko ekki til í að vera einhver ljósmyndafyrirsæta og gerði sig líklegan til að ráðast á okkur. Sem betur fer hefur John lent í þessu áður og sýndi þessum fíl hver ræður hér. Við komumst s.s. klakk laust undan þessari svaðilför.

Á laugardaginn fór ég svo í minn fyrsta leiðangur með heilsugæslunni. Það var reyndar ekki langt, en loksins hafði ég eitthvað að gera. Það eina sem ég gerði reyndar var að mæla blóðþrýsting og telja pillur ofan í poka. En það er samt ekki oft sem að maður situr undir tré með fullt af beljum í kringum sig og telur sig vera á heilsugæslu.  Loksins er ég svo farin að sjá fram á að gera eitthvað að viti, því að á fimmtudaginn fer ég svo í 3 daga ferð og kem heim í 2 daga og fer í 5 daga. Mig hlakkar rosalega mikið til, því hér leiðist mér alveg hrikalega mikið.

Ég tók að mér eðlu stuttu eftir að ég kom hingað. Reyndar gerði hún sig bara sjálf heimakomna hérna og hefur átt sér fastan stað fyrir ofan klósetthurðina. Ég er búin að kenna henni einn mannasið og það er að hoppa ekki ofan á höfuðið á mér þegar ég þarf að fara inn á klósett. Hún hefur hlýtt því alveg út í eitt. Næst er að kenna henni að tala, en það er eitthvað erfiðara, ég er farin að halda að hún sé heyrnalaus.

Ætli ég hafi þetta nokkuð lengra í bili.

Bið að heilsa öllum þarna heima og takk kærlega fyrir allar kveðjurnar sem þið hafið sent, þær eru mér mikil virði.

Sædís

Comments

1

Hæ,hæ dúllan mín:) æi, auðvitað er erfitt að fara eitthvað svona langt í burtu og þekkja engan... En þetta á eftir að líða svo hratt að þú verður komin heim áður en þú veist af:) þá veður sko myndakvöld hjá okkur stelpunum:) Talandi um það, ertu búin að láta mynda þig á "hestbaki" á úlfanda...... :) Hafðu það rosalega gott sædís mín, vertu dugleg að blogga, það er svo gaman að fá fréttir af þér úti:)
Bestu kveðjur
Ásta vinkona og fylgifiskar

  Ásta Aug 20, 2008 4:24 AM

2

Hæ hæ eðluvinkona :o)
Ohhh hvað maður saknar þín & eðlilegt að þú saknir okkar hérna á fróni :o) Bíddu bara, þegar þú verður farin af stað með heilsugæslunni þá langar þig örugglega ekkert heim strax, þetta verður svo gaman hjá þér :o) Tek undir með Ástu vinkonu, myndakvöld :o) Eitt svo, ég er búin að steingleyma hvaða þætti ég átti að taka upp fyrir þig, þú verður að hressa upp á minnið mitt :o)?
Hlökkum til að lesa næsta blogg frá þér & vonandi einhverjar myndir :o)
Ástarkveðjur frá hele familien
Dagga, Jói, Margrét Birta, Elín Alma & Jón Páll

  Dagbjört Pálsdóttir Aug 20, 2008 8:27 AM

3

Hæ þetta er Yrja afi biður að heilsa og mamma líka og takk fyrir bréfinn. Býrðu í alvörunni með eðlu er hún með svona kraga,er hún hættuleg hvað heitir hún? Leyfir Shanni þér að hafa hana? Alla vega það er mjög lítið að frétta hér á Dalvík en myndavélin mín var fundin og Anna er komin í heimsókn hún er hjá ömmu og verður þar en alla vega ég verð að fara bless hafðu það gott í Kenýa! :) :-) :D :8) 8)
Hæ hæ þetta er Heiðdís!
hérna er veðrið búið að vera rosalegt, um 15-20 stiga hiti alla daga en það rigndi loksins í smá stund í dag, en það var nú bara svona sýnishorn.
Hannes kom heim í morgun, sagði að hann væri bara með freknur, en hann skemmti sér vel, um og yfir 30 stiga hiti alla dagana.
Jæja við vonum að þú skemmtir þér nú vel þarna úti og sjáir einhver flott dýr, endilega reyndu nú að finna alla vega eitt ljón, helst áður en það finnur þig:)
Bless bless kveðja allir á Smáravegi 12

  Yrja Mai Hoang Aug 20, 2008 9:27 AM

4

HEHE gleymdi að segja þér að ísland er komið í 8 liða úrslit í handbolta á ólympíuleikunum, og þeir eru að spila við pólland kl 6 í fyrramálið, ég skal láta þig vita hvernig það fer, við ætlum að koma saman í vinnunni hjá otta og horfa á leikinn saman áður en við byrjum að vinna.

  HEIÐDÍS Aug 20, 2008 9:30 AM

5

Hæ. Það er dálítið leiðinlegt að vita að þér leiðist, en manni leiðist alltaf fyrst á nýjum stað þegar maður er einn. En þú veist það sjálf að maður gerir bara sitt besta til þess að líða vel. Ertu búin að skíra eðluna eða líkist hún þér. Er hún jafn óheppin að þú. En það var náttúrulega þér einlægt að lenda í fílaárás, hvað eru ljónin ekki farin að narta í þig. Annars get ég sagt þér að Ísland vann Pólverja. Jíbbí. Er ekki gaman að vinna við tölvu, var það ekki ein af ástæðunum sem þú hættir við að gerast hjúkka. En bestu kveðjur til þín að eðlurnar.

  Eygló Aug 20, 2008 8:36 PM

6

þú verður komin á fullt áður en þú veist af, það er ábyggilega verið að gefa þér aðlögunartíma áður en þér er hellt í alvöruna.....vona að þú skemmtir þér vel!!
bestu kveðjur

  Stella Aug 20, 2008 10:48 PM

7

Nei nú hætti ég að svara þér. Ég var búin að skrifa ritgerð til þín og það vill ekki vistast hérna og svo er bara búið að þurka það út. Er nú ánægðari með hina bloggsíðuna. Mamma lentir líka í þessu.

  Svandís Aug 21, 2008 1:25 AM

8

Þetta er eiginlega svar til Yrju.
Eðlan sem ég hef "átt", kom bara hingað inn og settist hérna að. Ég kallaði hana Mister Lizzard, hef ekki hugmynd um það hvort þetta sé strákur eða stelpa. Þetta er ekki hættulega eðla, hún borðar bara flugurnar fyrir mig, en lætur kóngulærnar samt alveg í friði. Mister Lizzard er ca. 20cm langur.
En ef einhver hefur orðið eðlunnar var þá má sá hinn sami gjarnan láta mig vita, því hún hvarf í nótt og hefur ekki sést síðan.

  saedis Aug 21, 2008 2:02 AM

9

hæ hæ bara að leyfa þér að fylgjast með. Yrja fór í sund í dag og datt á bakkann og beit í gegnum húðina undir neðrivörinni og braut aðra framtönnina. Það verður einhver tími þangað til að hægt er að gera við tönnina því varirnar þurfa að gróa fyrst, og hún vildi ekki leyfa lækninum að líma sárið saman þannig að þetta tekur eitthvað lengri tíma fyrir vikið, en hún leyfði mér að setja lítinn plástur á til að halda þessu saman, en hún er með vel bólgnar varir núna, og er með framtennur eins og Bjöggi halldórs áður en hann lét laga á sér tennunrnar. Ég vona bara að tryggingarnar borgi þetta:( Jæja allt gott að frétta, íslendingar eru komnir áfram í 4 liða úrslit og keppa við spánverja í hádeginu á föstudaginn. Þeir unnu pólverja 32-30 í mjög spennandi leik.
Kveðja Heiðdís og Yrja

  Heiðdís og Yrja Mai Aug 21, 2008 7:20 AM

10

Takk fyrir kortið það kom í póstinum í dag.
Fæ íbúðina á morgun á vellinum og þá á ég heima á Skógarbraut 1109 íbúð 1-1A
235 Reykjanesbæ
Kveðja Svandís

  Svandís Aug 22, 2008 4:59 AM

11

Ég segji það sama takk fyrir kortið það kom í gær ásamt niðurstöðunni úr örorkumatinu. Loksins. En núna veit ég ekki hvað ég á að gera. En dæmigert fyrir þig að fá eðlu sem éttur allar flugurnar en ekki kóngulærnar. Hehehe. En annars er litli mann hættur að grenja þegar hann fer til dagmömmunar. Núna sér Sif eftir því að hafa ekki tekið hann því að hún er með tvo sem grenja allann daginn. Gott á hana. Útaf hverju hefur þú ekkert sagt frá öllum óhöppunum þínum. Þú veist að þú átt að skemmta okkur hinum. Jæja tíminn minn er að vera búinn þannig að við biðjum bara að heilsa þér.

  Eygló Aug 22, 2008 9:04 PM

About saedis


Follow Me

Where I've been

Photo Galleries

My trip journals



 

 

Travel Answers about Kenya

Do you have a travel question? Ask other World Nomads.