Jambo (halló) allir þarna heima
Ég komst heilu og höldnu hingað til Kenýa, reyndar lennti ég í ansi skemmtilegum uppákomum á leiðinni. Ég er náttúrulega svo sérstök að farangurinn minn er það líka og þurfti ég að tékka hann alveg sérstaklega inn, takk kærlega fyrir það. Þegar ég kom svo á Heathrow þá var nú ekkert mál að tékka mig inn, heldur var það þegar ég átti að fara um borð þar sem vesenið byrjaði. Er eitthvað líkt með Iceland og Ireland? Sérstaklega ekki þegar það stendur Iceland á vegabréfinu og sá sem var í vegabréfaskoðuninni hélt því statt og stöðugt fram að ég væri frá Írlandi. Það endaði með því að það var kallað á einhvern annan mann sem að leiðrétti þennan skemmtilega miskilning með því að sína honum það sem ég var búin að vera að segja allan tímann. Að það stendur ICELAND á vegabréfinu
Í Nairobi tóku á móti mér alveg tveir frábærir sjálfboðaliðar, reyndar ekki frá þeim stað sem ég er. Þau eru frá Ástralíu og við höfðum sko nóg að spjalla um á leiðinni til Nanyuki.
Ég verð nú að segja ykkur frá því að þetta er alveg stórskrítið land. Í fyrsta lagi gilda hér engar umferðarreglur, þannig að þó að vegurinn út úr Nairobi eigi að vera tveggja akreina, þá einhvernveginn endaði hann í að vera fjögurra til fimm akreina, bara eftir hentugleika. Það að taka framúr er bara gert öðruhvoru meginn, ekki svo naugið, bara ef þú kemst framúr. Vegirnir hérna eru helur ekkert til að hrópa húrra fyrir, sennilega hefur ekki verið gert við megnið af vegunum síðustu 20 árin eða svo. Það voru ansi margar mjög svo djúpar holur á þeim. En það má þó gefa vegavinnumönnunum stórann plús fyrir að reyna allavegna á sumum stöðunum að gera við, þó að það hafi gleymst að gera ráð fyrir því að bílar aki þarna um, því bæði að keyra upp á kafla sem hafa verið gert við og af þeim aftur er eins og að skella sér á stökkbretti eða eitthvað álíka.
Eftir um 4 tíma keyrslu komum við sem sagt til Nanyuki, þá tók nú við annað mjög svo skemmtilegt verkefni, það var að kaupa í matinn. Já, ég þarf sko að elda ofan í mig sjálf, oftast allavegna. Guð minn góður, jú, nóg er til að mat hérna, en fyrirgefið þetta er varla mönnum bjóðandi, allavegna ekki mér. Ég keypti því bara það sem ég vissi að ég gæti borðað og eldað skammarlaust sem var pasta og spaghetti, brauð, skinka og ostur. Ég keypti mér morgunkorn og mjólk. Ég er ekki alveg svo viss um hvort ég eigi að þora að smakka þessa mjólk, þar sem hún mun ekki renna út fyrr en í desember, já í desember. Það sem elskaði samt mest af öllu þessu var þegar við stoppuðum á mörkuðum á leiðinni og keyptum okkur ávexti. Hérna er sá besti ananas sem ég hef á ævi minni smakkað, ég held ég lifi bara á honum ef ég get ekki vanist matnum hérna. Svo komst ég að því að það er vissara að kaupa vatnið, það eru nefninlega meiri líkur á því að fá malaríu úr vatninu hérna heldur en ef maður er bitinn af Moskíto(en þær eru aðeins farnar að bragða á mér). Reyndar er mér skaffað vatn sem ég get verið alveg óhrædd við að drekka, en ég get bara ekki vansit þessu moldarbragði.
Ég var samt fyrir mjög miklum vonbrigðum þegar ég kom hingað og fékk að vita hvað ég ætti að gera. Til að byrja með á ég að fara í gegnum öll TÖLVUGÖGN og ath hvort að tölurnar séu réttar miðað við blöðin, hérna er nefninlega verið að koma öllum tölum inn í tölvur og eins og Kenýamenn eru þá er ekkert gert 100% heldur svona 5-10%. Ég ákvað því að byrja í dag svo ég verði einhverntímann búinn að þessu og ég fái að gera eitthvað annað, en sú sem sér um tövugögnin kom til mín í dag og útskýrði þetta fyrir mér. En það að koma á réttum tíma, nei ég held ekki, hún átti að koma hérna um 10 leytið í morgun en mætti ekki fyrr en um 1 leytið.
Ég hef í rauninn fengið öll þau veðurafbryggði sem að til eru hérna í Kenýa. Það hefur verið svarta þoka, glampandi sól og þar af leiðandi steikir hún mann alveg inn að beini og núna gengur á með þrumum og eldingum og það er líka þessi svakalega rigning. Bara til að gefa ykkur smá hint hvernig það er, þá getið þið ímyndað ykkur að það sé komin vetur þarna á fróni og það er svartasta stórhríð og þið sjáið ekki út úr húsi, þannig rignir hérna.
Ég verð nú aðeins að reyna lýsa þessu híbýli sem ég bý í. Þetta er nú alveg hús með bárujárnsþaki, hurðum og gluggum með áföstum rimlum svo að enginn óboðinn komi hingað inn. Ég sef í alveg ágætis rúmi og það eru borð, stólar, vaskur og eldavél hérna í húsinu. Baðherbegi með klósetti sem hægt er a sturta niður og sturta. Vatnið hérna er hitað með eldi, þannig að það er alltaf kveikt undir vatninu um miðjan daginn svo að það verði orðið nógu kalt til að hægt sé að sturta sig seinna um kvöldið. Þetta er líka bara rigningarvatn, þannig að það er líka ákgætt að hafa allt hreint. Hérna eru sko þjónar, reyndar búa ekki hérna eða sjá mikið um mig. Reyndar hefur Shanni ( sú sem að stjórnar hérna) ráðskonu sem að gerir gjörsamlega allt. Hún kemur til mín á hverjum morgni til að taka til, hún mun sjá um að þvo þvottinn minn, allt nema nærfötin, svo gerir hún þann besta passionfruit búðing sem hægt er að smakka. Vá hvað hann er góður. Ég held ég verði bara að fá uppskriftina af honum. Ég hef enn sem komið er ekki þurft að elda mér sjálf, þar sem ég hef þurft að vera mikið hjá Shanni til að fá upplýsingar um að sem ég á að gera, svo að ég hef bara borðað þar. Alveg hreint ágætis matur. Meira að segja til að mógða hana ekki þá píndi ég ofan í mig kjúkling og hélt honum líka niðri, en ég held ég reyni að forðast það næst ef þetta gerist.
Ég held ég hætti þessu núna og fari að fá mér að borða.
Sædís