Existing Member?

Kenya here I come

Habari? Mzuri. Hvernig hefur tu tad? fint

KENYA | Saturday, 9 August 2008 | Views [632] | Comments [10]

Jambo (halló) allir þarna heima

Ég komst heilu og höldnu hingað til Kenýa, reyndar lennti ég í ansi skemmtilegum uppákomum á leiðinni. Ég er náttúrulega svo sérstök að farangurinn minn er það líka og þurfti ég að tékka hann alveg sérstaklega inn, takk kærlega fyrir það. Þegar ég kom svo á Heathrow þá var nú ekkert mál að tékka mig inn, heldur var það þegar ég átti að fara um borð þar sem vesenið byrjaði. Er eitthvað líkt með  Iceland og Ireland? Sérstaklega ekki þegar það stendur Iceland á vegabréfinu og sá sem var í vegabréfaskoðuninni hélt því statt og stöðugt fram að ég væri frá Írlandi. Það endaði með því að það var kallað á einhvern annan mann sem að leiðrétti þennan skemmtilega miskilning með því að sína honum það sem ég var búin að vera að segja allan tímann. Að það stendur ICELAND á vegabréfinu

Í Nairobi tóku á móti mér alveg tveir frábærir sjálfboðaliðar, reyndar ekki frá þeim stað sem ég er. Þau eru frá Ástralíu og við höfðum sko nóg að spjalla um á leiðinni til Nanyuki.

Ég verð nú að segja ykkur frá því að þetta er alveg stórskrítið land. Í fyrsta lagi gilda hér engar umferðarreglur, þannig að þó að vegurinn út úr Nairobi eigi að vera tveggja akreina, þá einhvernveginn endaði hann í að vera fjögurra til fimm akreina, bara eftir hentugleika. Það að taka framúr er bara gert öðruhvoru meginn, ekki svo naugið, bara ef þú kemst framúr. Vegirnir hérna eru helur ekkert til að hrópa  húrra fyrir, sennilega hefur ekki verið gert við megnið af vegunum síðustu 20 árin eða svo. Það voru ansi margar mjög svo djúpar holur á þeim. En það má þó gefa vegavinnumönnunum stórann plús fyrir að reyna allavegna á sumum stöðunum að gera við, þó að það hafi gleymst að gera ráð fyrir því að bílar aki þarna um, því bæði að keyra upp á kafla sem hafa verið gert við og af þeim aftur er eins og að skella sér á stökkbretti eða eitthvað álíka.

Eftir um 4 tíma keyrslu komum við sem sagt til Nanyuki, þá tók nú við annað mjög svo skemmtilegt verkefni, það var að kaupa í matinn. Já, ég þarf sko að elda ofan í mig sjálf, oftast allavegna. Guð minn góður, jú, nóg er til að mat hérna, en fyrirgefið þetta er varla mönnum bjóðandi, allavegna ekki mér. Ég keypti því bara það sem ég vissi að ég gæti borðað og eldað skammarlaust sem var pasta og spaghetti, brauð, skinka og ostur. Ég keypti mér morgunkorn og mjólk. Ég er ekki alveg svo viss um hvort ég eigi að þora að smakka þessa mjólk, þar sem hún mun ekki renna út fyrr en í desember, já í desember. Það sem elskaði samt mest af öllu þessu var þegar við stoppuðum á mörkuðum á leiðinni og keyptum okkur ávexti. Hérna er sá besti ananas sem ég hef á ævi minni smakkað, ég held ég lifi bara á honum ef ég get ekki vanist matnum hérna. Svo komst ég að því að það er vissara að kaupa vatnið, það eru nefninlega meiri líkur á því að fá malaríu úr vatninu hérna heldur en ef maður er bitinn af Moskíto(en þær eru aðeins farnar að bragða á mér). Reyndar er mér skaffað vatn sem ég get verið alveg óhrædd við að drekka, en ég get bara ekki vansit þessu moldarbragði.

Ég var samt fyrir mjög miklum vonbrigðum þegar ég kom hingað og fékk að vita hvað ég ætti að gera. Til að byrja með á ég að fara í gegnum öll TÖLVUGÖGN og ath hvort að tölurnar séu réttar miðað við blöðin, hérna er nefninlega verið að koma öllum tölum inn í tölvur og eins og Kenýamenn eru þá er ekkert gert 100% heldur svona 5-10%. Ég ákvað því að byrja í dag svo ég verði einhverntímann búinn að þessu og ég fái að gera eitthvað annað, en sú sem sér um tövugögnin kom til mín í dag og útskýrði þetta fyrir mér. En það að koma á réttum tíma, nei ég held ekki, hún átti að koma hérna um 10 leytið í morgun en mætti ekki fyrr en um 1 leytið.

Ég hef í rauninn fengið öll þau veðurafbryggði sem að til eru hérna í Kenýa. Það hefur verið svarta þoka, glampandi sól og þar af leiðandi steikir hún mann alveg inn að beini og núna gengur á með þrumum og eldingum og það er líka þessi svakalega rigning. Bara til að gefa ykkur smá hint hvernig það er, þá getið þið ímyndað ykkur að það sé komin vetur þarna á fróni og það er svartasta stórhríð og þið sjáið ekki út úr húsi, þannig rignir hérna.

Ég verð nú aðeins að reyna lýsa þessu híbýli sem ég bý í. Þetta er nú alveg hús með bárujárnsþaki, hurðum og gluggum með áföstum rimlum svo að enginn óboðinn komi hingað inn. Ég sef í alveg ágætis rúmi og það eru borð, stólar, vaskur og eldavél hérna í húsinu. Baðherbegi með klósetti sem hægt er a sturta niður og sturta. Vatnið hérna er hitað með eldi, þannig að það er alltaf kveikt undir vatninu um miðjan daginn svo að það verði orðið nógu kalt til að hægt sé að sturta sig seinna um kvöldið. Þetta er líka bara rigningarvatn, þannig að það er líka ákgætt að hafa allt hreint. Hérna eru sko þjónar, reyndar búa ekki hérna eða sjá mikið um mig. Reyndar hefur Shanni ( sú sem að stjórnar hérna) ráðskonu sem að gerir gjörsamlega allt. Hún kemur til mín á hverjum morgni til að taka til, hún mun sjá um að þvo þvottinn minn, allt nema nærfötin, svo gerir hún þann besta passionfruit búðing sem hægt er að smakka. Vá hvað hann er góður. Ég held ég verði bara að fá uppskriftina af honum. Ég hef enn sem komið er ekki þurft að elda mér sjálf, þar sem ég hef þurft að vera mikið hjá Shanni til að fá upplýsingar um að sem ég á að gera, svo að ég hef bara borðað þar. Alveg hreint ágætis matur. Meira að segja til að mógða hana ekki þá píndi ég ofan í mig kjúkling og hélt honum líka niðri, en ég held ég reyni að forðast það næst ef þetta gerist.

Ég held ég hætti þessu núna og fari að fá mér að borða.

Sædís

Comments

1

jii hvað þetta er magnað og öðruvísi, vertu dugleg með myndavélina til að eiga allar minningar í myndformi það sem eftir er...þú ert snillingur að hafa lagt í þetta!!
bestu kveðjur

  Stella Aug 9, 2008 10:52 PM

2

Það er svo eftir þér að lenda í veseni á ferðalögunum þínum. En það er gott að heyra að þú hafir komist þangað í heilu lagi. Hlakka til að heyra meira og sjá myndirnar... ;)

Kveðja

  Katrín Eva Aug 12, 2008 7:42 AM

3

Hæ,hæ elsku sædís mín,, var að fara á taugum um að ég mundi finna síðuna þína,, er búin að eyða síðustu dögum í að finna hana og fann hana loks í dag og skrifaði meira segja. en er ekki skarpari en svo að það kom ekki inn:( ef þetta skyldi nú takast hjá mér þá segji ég bara hafðu það rosalega gott þarna úti og farðu vel með þig:*
bestu kveðjur
Ásta og félagar

  Ásta Aug 13, 2008 8:21 AM

4

Vá ég var bara farin að halda að þú hafir ekki komist á leiðarenda. HIHHIHI. Gaman að sjá að vesenið í kringum þig hefur ekki orðið eftir á Íslandi. Þetta ert bara þú. Ég hlakka til að heyra meira frá þér. P.s. Anna Lilja ætlar að fara á föstudaginn til mömmu og vera hjá henni í 2-3 vikur. Svona á meðan ég og strákarnir erum að komast inní rútinu og líka þegar ég verð búin að fá lengningu á tímanum hennar í leikskólanum. Bless í bili er að fara að hjálpa Sveini að flísaleggja baðherbergið. Ég skal senda þér myndir þegar við erum búin. En þú mátt alveg senda mér e-mail adressu sem þú kemur til með að nota þarna úti.
Stóra systir.

  Svandís Aug 14, 2008 2:45 AM

5

hæhæ, Takk fyrir síðast. Þetta á greinilega eftir að verða ekkert smá ævintýri hjá þér. Vona að allt gangi vel og þú hafir það gott. Kveðja Inga Lára

  Inga Aug 15, 2008 7:58 AM

6

Sæl Sædis

Vá hvað ég öfunda þig á að vera að upplifa þetta. Og gerðu nú sem best úr öllu og njóttu þess í botn að vera þarna.

Og ekki væri nú verra að fá einhverjar "local" uppskriftir til að geta prófað hérna heima með hráefni sem að óhætt er að borða.

En njóttu vel og sjáumst vonandi þegar þú kemur tilbaka. Mátt alveg kíkja í heimsókn til mín þegar þú kemur.

kv Snjólaug

  Snjólaug Jónsd Aug 16, 2008 9:28 AM

7

gamla!¨!!!! djöfull hljómar þetta alveg geggjað vel:D öfund öfund:D ertu að sejga að þú myndir ekki frekar vilja vera með mér í vinnunni í skítverkunum! nei trúi því bara ekki:D hahahah hafðu það gott skvís

  Diddú... Aug 17, 2008 2:11 AM

8

Hæ elskan :o*
Þú hefur komist á leiðarenda með öllum þeim ævintýrum sem auðvitað fylgja þér ;o) Ég held nú bara hreinlega að þú hafir verið með mér í anda á leiðinni heim til Íslands fyrr í vikunni þegar við þurftum að taka 5 lestar til að komast á flugvöllinn & mættum 40 mín fyrir flug :o)
Vá hvað ég hlakka til að halda áfram að lesa fleiri sögur frá Kenya & vertu endalaust dugleg að taka myndir, höldum veislu fyrir þig með tilheyrandi myndasjóvi þegar þú kemur aftur heim í nóvember :o)
Söknum þín alveg endalaust & er ótrúlega skrítið að hafa þig ekki hérna & allir senda bestu kveðjur til þín, Jói & krakkarnir & mamma & pabbi & tengdó & Guðbjörg vinkona líka :o) Fullt af kveðjum :o) Love you & hafðu endalaust gaman að öllu þarna úti, líka að borða kjúllann, þú verður orðin góð í því þegar þú kemur heim ;o)
Ástarkveðjur af klakanum
Dagga, Jói & krakkarnir

  Dagbjört Pálsdóttir Aug 17, 2008 10:49 PM

9

Jæja, ég komst loksins í tölvu enda er litli karlinn að byrja hjá dagmömmu. Honum gengur betur heldur en mér. En mikið sakna ég þín þegar íslenska handboltaliðið hefur verið að spila og getað ekki hringt í þig til þess að vera saman að horfa á þá. En sem betur fer verðuru ekki svoleng í burtu. En alveg ótrúlegt að ekkert hafi komið meira fyrir þig. Ertu að segja ALLAN sannleikan eða hvað. Annars skemmtu þér rosalega vel. En akkúrat þegar þú ert úti er fréttablaðið uppfullt af sögum frá Afríku frá krökkum sem hafa farið út í gegnum Nínukots. Þannig að öll sagan þín endar í fréttablaðinu (líka mistökin). Bestu kveðjur frá okkur öllum líka þeim á Húsavík.

  Eygló Aug 18, 2008 10:49 PM

10

Eru rimlarnir fyrir gluggunum til að halda þér inni eða til að halda ljónunum úti;)

  Dísa Aug 19, 2008 12:10 AM

About saedis


Follow Me

Where I've been

Photo Galleries

My trip journals



 

 

Travel Answers about Kenya

Do you have a travel question? Ask other World Nomads.