Existing Member?

Kenya here I come

Fer á morgun

ICELAND | Wednesday, 6 August 2008 | Views [539] | Comments [2]

Úff, það er sko komin mikill fiðringum núna, ekki nema nokkrir klukkutímar þangað til ég fer í loftið. Er bara nýkomin til Svandísar systir og verið er að undirbúa síðustu máltíð okkar systrana saman (í bili allavegna). Það er sko verið að grilla :).

Það tók mig heil langan tíma að pakka niður öllu dótinu og auðvitað varð eitthvað eftir. Þegar ég fór í bæinn í morgun þá mundi ég alltaf eftir meiru og meiru sem ég gleymdi heima, sem betur fer þá var mamma ekki komin í bæinn og ég gat beðið hana um að taka það með sér.

Ég byrjaði nú samt á því að kveðja staffið mitt í morgun. Fór með kökur handa þeim í morgunmatinn. Ég er enn ekki að átta mig á því að ég hitti þær ekki fyrr en eftir 3 mánuði eða svo.

Æ, ég er orðin svöng og ætla að fá mér að borða. Ég reyna svo að skrifa eins fljótt og ég get þegar ég kem út.

Endilega kvittið þegar þið kíkið á síðuna, hvort sem ég þekki ykkur eða ekki, það er alltaf gaman að sjá hverjir eru að forvitnast um þessa ferð mína.

Síðustu kvejður af fróni í bili.

Sædís verðandi kenýafari :)

Comments

1

vona að ferðalagið gangi vel og að aðstæður verði viðunnandi á áfangastaðnum....
enn og aftur, farðu VARLEGA
bestu kveðjur

  Stella Aug 6, 2008 10:29 AM

2

Ég vona að þú sért komin á áfangastað. Ég mun gera mitt besta til að blogga eins oft að ég get til að senda þér fréttir að Vallarsvæðinu. En við munum flytja eftir 15 daga. En þá verð ég sambandslaus í nokkra daga en mun senda línu um leið og ég get. Góða skemmtun og njóttu þessa ævintýris sem þú ert að fara að njóta og þú munt fá ótrúlega upplifanir sem þú færð hvergi upplifað nema á svona stöðum sem eru ekki miklir ferðamanna staðir. Farðu vel með sjálfa þig.
Kveðja Svandís stóra systir.

  Svandís Aug 8, 2008 3:19 AM

About saedis


Follow Me

Where I've been

Photo Galleries

My trip journals



 

 

Travel Answers about Iceland

Do you have a travel question? Ask other World Nomads.