Existing Member?

Kenya here I come

Vika í brottför

ICELAND | Wednesday, 30 July 2008 | Views [406] | Comments [1]

Það verður að viðurkennast að ég er komin með smá fiðring í magann, það er í dag ekki nema vika þangað til ég fer. Úff, ég er enn ekki farin að gera neitt í að taka mig til. Var rétt í þessu að koma úr berjamó, sumarið klárast nefninlega ekki fyrir mér nema ég komist allavegna einu sinni í berjamó. Gærdagurinn fór svo í það að slá og raka saman öllu grasinu sem ég sló og ég skellti mér líka í klippingu. Ég held að það verði alveg nóg að líta út eins og bushmann þegar ég kem heim, en það er alveg óþarfi að líta svoleiðis út áður en ég fer.

Það er heldur ekkert planað að gera neitt í því að taka mig til í dag. Ég er að hugsa mér að fara á Húsó til að kveðja þar. Mér yrði seint fyrirgefið ef ég mundi ekki láta sjá mig og kveðja. Það er samt þvílík synd að vera að keyra í þessu líka geggjaða veðri, ekki nema 16°c hérna. Guð og ég er að kafna, hvernig verð ég þá þegar ég kem til Kenýa, þar er sumarið rétt að byrja og hitinn mjög stabíll frá 23°c - 28°c, vá ég held ég deyji bara.

Ætli ég fari ekki að koma mér af stað.

Sædís

Comments

1

Það er rétt hjá þér. Þér hefði ALDREI verið fyrirgefið ef þú hefðir ekki komið. En við hittumst um helgina. Til þess að kveðjast betur.

  Eygló Aug 2, 2008 6:56 AM

About saedis


Follow Me

Where I've been

Photo Galleries

My trip journals



 

 

Travel Answers about Iceland

Do you have a travel question? Ask other World Nomads.