Existing Member?

Suður Afríka nna Marín og Olla halda í ævintýraferð til Suður Afríku. Stefnan er tekin á Kruger National Park, Bloemfontein, Höfðaborg og Hartbeespoort með viðkomum hingað og þangað. Til stendur að vinna með ljónum og öðrum villtum kattardýrum, fílasafarí, synda með

Leiðin til Jóhannesarborgar

SOUTH AFRICA | Wednesday, 24 September 2014 | Views [372]

Jæja, þá erum við komnar til Jóhannesarborgar en stefnan er tekin á Kruger á eftir. Ferðin hingað var löng en skemmtileg. Eyddum mánudeginum í Disneylandi í París og hittum átrúnaðargoðin okkar Bangsímon, Eyrnaslappa og Plútó auk ýmissa annarra. Flugum svo um nóttina í nýju stóru Airbus A380 til Dubai. Skil ekki alveg hvernig þetta flykki tollir á lofti eða fyrst það kemst á annað borð af stað hvernig það getur hristst svona í loftinu. Eyddum deginum í Dubai í eyðimörkinni eftir að eigandi safarífyrirtækisins sem við fórum með sótti okkur á flugvöllinn. Úti var tæplega 40 gráðu hiti (Anna grét smá og vildi fara aftur heim) en kameldýrin okkar, þeir Þorvarður og Aðalsteinn kipptu sér nú ekki mikið upp við það (okkur fannst sko ómögulegt að þeir hefðu ekki neitt nafn). Fórum í smá reiðtúr á Þorvarði, renndum okkur niður sandöldur á snjóbretti (merkilega skemmtileg íþrótt) og rúntuðum um meðal kameldýra á eðalfjórhjólum. Komum svo við í Burj Khalifa á leiðinni uppá flugvöll en þetta er hæsta bygging í heimi. Vorum við ca 1 mínútu með lyftunni upp á 124 hæð. Það var samt svo þægileg ferð að við hefðum haldið að við værum ekki að hreyfast nema fyrir það að það myndaðist svo mikill þrýstingur fyrir eyrun. Svo er nokkuð athyglisvert að það eru sér stelpuleigubílar í Dubai sem eru bleikir og það er kona að keyra og okkar kona var ekki skaplítil, skipaði öllum til og frá eins og herforingi. Við spurðum líka eigandann að safarífyrirtækinu útí rosaflottu löggubílana í Dubai (Ferrari,Bentley og þar fram eftir götum) og hann sagði að allir þessir bílar væru í almennri notkun. Nema hvað það væru bara kvenlögregluenn sem fengju að keyra þá þar sem karlarnir voru alltaf að klessukeyra þá. Fengum svo smá útsýnisrúnt um strandsvæðið í Dubai. Þegar á daginn leið var haldið til Jóhannesarborgar og eftir 8 tíma flug lentum við það í heilu lagi og héldum á hótel, þaðan sem þessi pistill er skrifaður.

 

Kv,

Olla og Anna

About ollailic


Where I've been

Photo Galleries

My trip journals



 

 

Travel Answers about South Africa

Do you have a travel question? Ask other World Nomads.