Existing Member?

Suður Afríka nna Marín og Olla halda í ævintýraferð til Suður Afríku. Stefnan er tekin á Kruger National Park, Bloemfontein, Höfðaborg og Hartbeespoort með viðkomum hingað og þangað. Til stendur að vinna með ljónum og öðrum villtum kattardýrum, fílasafarí, synda með

Kruger National Park

ICELAND | Monday, 29 September 2014 | Views [353]

Nú er nokkuð liðið síðan síðasta færsla kom inn en netsamband hefur verið af skornum skammti undanfarna daga. Á miðvikudaginn héldum við af stað í átt að Kruger. Þá um nóttina gistum við í Nelspruitt og komumst að því að klukkan gengur öðruvísi hjá Suður Afríkubúum. Ræs var klukkan 4 á fimmtudagsmorgninum og átti morgunmatur að vera klukkan 4:15. Klukkan leið og ekkert gerðist. Loksins klukkan 4:50 var morgunverðarsalurinn opnaður en þar sem brottför var áætluð klukkan 5 og ekkert hægt að hnika því til þá fengum við 10 mínútur til að borða morgunmatinn. En fall er fararheill og í kjölfarið fylgdu 3 frábærir dagar í Kruger þjóðgarðinum. Við fengum frábæran leiðsögumann sem heitir Dave og 6 ára sonur hans fylgdi okkur einnig. Ekið var með okkur út um allar trissur og rýnt í skóginn í viðleitni til að sjá sem mest af dýrum. Og við vorum ekki sviknar. Vorum næstum traðkaðar niður af nashyrningum og fílum, keyrðum næstum niður gíraffa og þar fram eftir götum. Svo fór að við náðum að sjá öll Big 5 dýrin (Buffaló, nashyrning, fíl, hlébarða og ljón) og helling af öðrum dýrum, stórum og smáum. Líka fallega fossa (Lissabon falls), þriðja stærsta gil í heimi (Blyde canyon) og frábært útsýni (God´s window). Í gær komum við svo aftur til Jóhannesarborgar og tékkuðum okkur inn á 5 stjörnu hótelið sem við höfðum bókað í tvær nætur. Og það er sko ekkert smá hótel :) Ákváðum svo að gera vel við okkur í dag og eyddum öllum deginum í heilsdags SPA pakka með endalausu nuddi og skrúbbi og dekri. En við verðum víst að yfirgefa hótelið á morgun þar sem það er kominn tími til að halda til Bloemfontein og Zanchieta farm til að vinna í athvarfi fyrir villt kattadýr :)

Það er búið að vera frábært veður hérna. Hitinn 30 gráður til eða frá og endalaus sól. Regntímabilið hefst í kringum mánaðamótin okt/nóv og það mátti vel sjá í Kruger þar sem allt var mjög þurrt og miklir kjarreldar höfðu geysað undanfarið. En það er þó allt eðlilegt og lagast með rigningunni þegar hún kemur. Það gerði það líka auðveldara að sjá dýrin því vatnsbólin eru færri og dýrin sækja meira þangað til að drekka í hitanum og þurrkinum.

Verðlagið hérna er líka frábært miðað við það sem við eigum að venjast. Það er í samræmi við launin hérna en til samanburðar þá eru lágmarkslaun hérna um 2500 Rand sem eru tæpar 30.000 isk. Til dæmis borðuðum við Anna á hótelveitingastaðnum í gærkvöldi, fengum báðar aðalrétt og eftirrétt og gos að drekka og pöntuðum að auki þokkalega rauðvínsflösku og fyrir herlegheitin borgunum við tæpar 7000 isk samanlagt sem getur seint talist mikið á íslenskan mælikvarða.

En þetta er komið nóg í bili. Setjum inn fleiri myndir hérna á eftir og svo meira þegar þar að kemur :) 

Þangað til biðjum við kærlega að heilsa. 

Olla og Anna

About ollailic


Where I've been

Photo Galleries

My trip journals



 

 

Travel Answers about Iceland

Do you have a travel question? Ask other World Nomads.