Existing Member?

Dora on the road

Flugið --//-- The Flight

SRI LANKA | Thursday, 20 October 2016 | Views [596] | Comments [1]

Ferðin byrjaði á klukkutíma seinkun hjá WOW air vegna þess að þeir þurftu að bíða eftir farþegum frá Ameríkufluginu sem voru seinir. Loksins þegar við komumst til Frankfurt fengum við ekki að komast strax a töskunum okkar vegna þess að lögreglunni hafði borist skilaboð um skuggalega tösku sem að í gæti verið sprengja. Það var sem betur fer ekki og við fengum töskurnar. Ég tjékkaði mig inn i flugið til Sri Lanka og fékk að senda töskuna (sem var bara 15kg) beint til Kuala Lumpur. Ég áti að vera um þrjá og hálfan tíma í Frankfurt, en var ekki nema rétt tæpa tvo vegna alls sem á hafði gengið.

Næsti hluti ferðarinnar var 10 tíma flug til Colombo, en það er lengsti leggur allrar ferðarinnar. Mér tókst að horfa á tvær bíómyndir og fá engan kvöldmat vegna þess að allt sem var í boði innihélt mat sem ég var með ofnæmi fyrir.Ég náði samt að sofa smá og morgunmaturinn var mun betri en kvöldmaturinn. Við lentum klukkan 5 að staðartíma og hitinn var þegar kominn í 25˚C. Ég var mjög ánægð yfir því að ég væri ekki meira en 3 tíma á flugvellinum, því ég ímyndaði mér að hitinn ætti bara eftir að hækka.

Það er 4 tíma flug frá Sri Lanka til Kuala Lumpur og náði ég að sofa smá þar til að flugfreyjan vakti mig til að gefa mér morgunmat sem ég gat ekki borðað út af ofnæmi. Þegar ég lenti svo á vellinum fór ég með töskuna í geymslu því ég hafði um 9 tíma milli fluga og ég ætlaði inn í borgina. Ég hafði skoðað hæstu byggingarnar á netinu og var búin að kaupa mér miða í KL Turninn. Mig langaði upp í Petronas turnana, en þar sem að það þurfti að bóka tíma til að komast þagað upp, þá ákvað ég að fara í KL þó hann sé lægri. ég gleymdi að fara úr einhverju af ferða-fötunum þannig að ég labbaði um borgina í hita sem var talsvert hærri en í Sri Lanka og í nokkrum lögum af fötum.

Flugið mitt til Perth fór svo frá næsta flugvelli við þann sem að ég lenti á þannig að ég þurfti að taka lest á milli. Þegar ég var að fara út í vél var þar landamæravörður sem spurði mig fullt af spurningum um Ísland áður en hann hleypti mér út í vél. Flugið þarna á milli tekur um fimm og hálfan tíma og ég svaf ekkert þó að við hefðum farið í loftið rétt um miðnætti. Þegar ég kom til Perth var ekkert sett út á allan lakkrísinn sem ég var með til Unnar þannig að ég labbaði bara beint í gegn. Unnur og Sigurþór biðu eftir mér og keyrðu mig svo heim, með smá útsýnisstoppi þar sem að ég sá borgina í öllu sínu veldi.

------------------
The trip started with an hour long delay on behalf of WOW air because they had to wait for their passengers from Americaland. When we finally landed in Frankfurt, we couldn't get to our bags as there was supposedly a suspicious bag on WOWair. Thankfully there was nothing wrong and after getting my bag I checked in to the Sri Lankan Air and got to check my 15kg bag all the way to Kuala Lumpur.
The flight to Colombo takes 10 hours and during that time I managed to watch 2 movies, eat no dinner due to allergies and sleep a bit. They gave us a much better breakfast though. When we landed the heat had already risen to 25˚C and I was happy I wouldn't be spending more than three hours at the airport as I suspected the heat would be even greater at noon.
The next leg was 4 hours and I intended to sleep as much as I could. The flight attendants had different ideas as they woke me up to have a breakfast I couldn't eat. When I got to KL I went into the town and went up the KL Tower. I had wanted to go to the Petronas, but as you have to go up at a pre-arranged time and I had no idea what my time schedule was, the KL Tower was an excellent substitute.
When I got back to the airport I found out that my next flight actually left from KLIA2 so I hopped on a train after getting my bag from the left luggage. At the gate there was a militaty guy who asked me countless questions about Iceland before letting me on the plane. The flight is five and a half hours and I didn't sleep a wink, even though we set off just after midnight. At Perth airport, the border security had nothing to say about all the licorice I brought for the Icelanders, so I just walked straight past the K-9 unit to the arrivals hall where the Icelanders were waiting for me. I had never met them, so we introduced ourselves and then they took me to their house via the scenic route so I could at least see Perth city.

Tags: flight, frankfurt, kuala lumpur, perth, sri lanka, wow air

Comments

1

Elsku EssDóra Bé.
Rosalega gott og gaman að heyra frá þér.
Gott að allt hefur gengið vel.
Hvernig var ferðin?
Ertu núna í Melbourne?
Ég reyni að fylgjast með á planinu.
Kærar kveðjur
Mútta

  Arnljót Oct 22, 2016 10:46 PM

About doraontheroad


Follow Me

Where I've been

My trip journals


See all my tags 


 

 

Travel Answers about Sri Lanka

Do you have a travel question? Ask other World Nomads.