Existing Member?

Suður Afríka nna Marín og Olla halda í ævintýraferð til Suður Afríku. Stefnan er tekin á Kruger National Park, Bloemfontein, Höfðaborg og Hartbeespoort með viðkomum hingað og þangað. Til stendur að vinna með ljónum og öðrum villtum kattardýrum, fílasafarí, synda með

Zanchieta - Wild cat farm

SOUTH AFRICA | Friday, 3 October 2014 | Views [379]

Jæja, nú virðist lífið komið í nokkuð fastar skorður. Heimilið okkar í tvær vikur, Zanchieta farm :-) Við komum loksins hingað á mánudaginn var. Verkefnisstjórar tóku á móti okkur, kynntu okkur fyrir lífinu hér í Zanchieta, fólkinu og dýrunum. Við erum hér 14 stúlkur, allar frá Skandinavíu nema ein sem er frá Englandi. Og alls erum við 5 frá litla Íslandi :-) Sjálfboðaliðarnir eru með eigin húsnæði þar sem við deilum herbergjum og fór því restin af mánudeginum í að koma sér fyrir og kynna sér lífið á búgarðinum. Þriðjudagurinn fór svo í bæjarferð svo nýliðarnir gætu orðið sér útum þær nauðsynjar sem þurfti. Í gær hófst svo loksins vinnan. Vinnudagurinn gengur þannig fyrir sig að byrjað er á að þrífa vistarverur dýranna og fóðra þau sem þarf. Það eru þrifin vatnsból, týnt upp rusl, reytt illgresi og þar fram eftir götum. Eftir hádegi eru síðan reyttir kjúklingar fyrir siðdegisgjöfina, dýrunum gefið að borða og dittað að hinu og þessu sem til fellur. Þess á milli situr maður svo bara í vistarverum dýranna, klappar þeim og klórar, spjallar við þau eða les góða bók í nærveru þeirra. Það er alveg mögnuð upplifun að sitja á trjádrumbi með sofandi Markött í fanginu eða halla sér uppað steini með góða bók og klóra sofandi cerval (sorrý, þekki ekki íslenska heitið) á bakvið eyrun á meðan. Svo ég tali ekki um að hnoðast í grasinu með litlum ljónsungum sem þykjast vera svakanaglar og urra á mann í leiknum en ekkert hljóð kemur nema aumkunarvert væl :-) Svo er líka alveg magnað að standa uppvið fullvaxið ljón og klóra því undir makkanum. En þau eru reyndar ekki öll svona ljúf og slök, sumir eru bara gamlir og grumpy og urra á mann í hvert skipti sem maður kemur nálægt búrinu. Og þvílíkt urr, það er örugglega ekki hægt annað en verða smeykur þó það sé massív girðing á milli.

Veðrið hérna hefur leikið við okkur, sól og hiti og upp undir 30 stiga hiti. Það gerir það reyndar svoldið erfitt að vinna útivið allan daginn og hefur kostað nokkra minniháttar sólbruna. Klárlega mun betri kostur en að vera heima á Fróni með vindblásið hár og kalbletti í andlitinu :-) Dýrin hérna eru frekar löt í hitanum og liggja vær í skugganum yfir daginn. Það eru ýmis konar dýr hérna, ekki bara ljón. Það eru líka cervals og blettatígrar, sjakalar og fennec fox, porcupine og markettir, afrískir skógarvillikettir, genets and caracals :-) Enn og aftur, sorrý fyrir ensku heitin en hey.... Googlið það bara ;-)

Eitt af því sem þarf að gera hér er að útbúa matinn fyrir dýrinn. Anna sá um að útbúa kjúklingana (skera af fætur, vængi og haus og toga svo skinnið af) en ég skrapp yfir á næsta bæ til að ná í kribbur og orma fyrir markettina :-) Það eru víst ekki allir til í að flá kjúklinga eða handleika kribbur og orma þannig að við Anna stöndum okkur bara vel :-)

En nóg í bili, meira síðar.

Kv, Olla og Anna

About ollailic


Where I've been

Photo Galleries

My trip journals



 

 

Travel Answers about South Africa

Do you have a travel question? Ask other World Nomads.